Barenaked pasta og hrísgrjón eru fullkominn valkostur fyrir alla sem vilja minnka hlutfall kolvetna í mataræði sínu og þá sem eiga við sykursýki eða glútenóþol að stríða. Barenaked lágkolvetna vörurnar eru fitusnauðar og innihalda einungis 15-22 kaloríur í hverjum skammti. 

Lykilhráefni í Barenaked vörunum er konjac-rótin sem er ræktuð víða í Asíu og er nánast kaloríu- og kolvetnasnauð. Konjac-rótin er mjög trefjarík en inniheldur hvorki fitu, sykur né sterkju. Hún er því frábær kostur fyrir þá sem aðhyllast kolvetnaminna mataræði, ketó, LKL eða eru vegan.

Í Barenaked vörunum er blanda af konjac-rót, sojabaunamjöli og haframjöli en þannig fæst áferð sem líkist hefðbundnum rísnúðlum. Núðlurnar okkar og hrísgrjónin eru fljótelduð og drekka í sig bragð af hvers kyns sósum, súpum og kryddum. Á svipstundu má því töfra fram næringarríka og ljúffenga  máltíð í erli dagsins í stað þess að grípa óhollan skyndibita.

Fyrirtækið Barenaked var stofnað árið 2011 af Ross Mendham. Ross hafði árum saman barist við að ná stjórn á þyngd sinni og farið í alls konar megrunarkúra en alltaf fallið fyrir pasta sem var hans  eftirlætis fæða. Hann leitaði um allt að lágkolvetna útgáfu af pasta, á netinu, í matvöruverslunum og heilsuvörubúðum, en án árangurs. Í kjölfarið fékk Ross þá frábæru hugmynd að leita leiða til að gera uppáhalds matinn sinn aðgengilegan fyrir alla, líka þá sem eru á sérstöku mataræði annaðhvort að eigin vali eða af heilsufarsástæðum. Nú framleiðir Barenaked hollar, bragðgóðar, lágkolvetna vörur sem þú getur notað í uppáhalds réttina þína í staðinn fyrir hefðbundið pasta, núðlur eða hrísgrjón. 

konjac mynd.jpg